Skotfélag Þórshafnar og nágrennis
Í gær var haldinn stofnfundur nýs félags á Þórshöfn, Skotfélags Þórshafnar og nágrennis.
Félagið hefur það að markmiði að efla áhuga á skotíþróttum og skotveiðum í sveitarfélaginu og í nágrenni. Eitt fyrsta markmið hins nýstofnaða félags verður að koma upp æfinga- og keppnisvæði í samvinnu við sveitarfélögin á svæðinu. Nokkur svæði hafa verið skoðuð og hafa viðræður átt sér stað á milli fulltrúa félagsins og sveitarstjóra Langanesbyggðar.
Hægt er að skrá sig í félagið á Facebook síðu þess: Skotfélag Þórshafnar og nágrennis og taka þátt í umræðum um starfsemi félagsins þar.
Sótt verður um aðild að íþróttahreyfingunni og önnur formsatriði eru í undirbúningi.
Bráðabirgðastjórn, þar til félagið hefur fengið inngöngu í ÍSÍ skipa: Rúnar Konráðsson, Halldór Jónsson og Piotr Tarasiewicz.