Fara í efni

Skotvopna- og veiðikortanámskeið á Þórshöfn

Fréttir
Veiðikortanámskeið verður haldið 15. nóvember n.k. og skotvopnanámskeið verður haldið dagana 16. og 17. nóvember n.k.

Veiðikortanámskeiðið fer fram föstudaginn 15. nóvember 2013 kl 17:00-23:00.
- Bráðin
- Lög reglur og öryggi
- Náttúru- og dýravernd
- Stofnvistfræði
- Veiðar og veiðisiðfræði
- Próf

Veiðikortanámskeið Umhverfisstofnunar eru ætluð þeim sem vilja sækja um veiðikort. Veiðikort gefur almenn réttindi til þess að stunda skotveiðar á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. Allir sem hyggjast stunda almennar fugla-, refa- eða hreindýraveiðar verða að vera handhafar veiðikorts.

Staðsetning: Auglýst síðar Kennari: Einar Guðmann
Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör. Mælt er með að nemendur lesi bókina „Veiðar á villtum fuglum og spendýrum“ áður en námskeiðið hefst. Bókin er ekki innifalin í námskeiðsgjaldinu. Hún fæst í bókabúðum.

Skotvopnanámskeiðið fer fram á tveimur dögum:
Laugardaginn 16. nóvember 2013 klukkan 9.00-18.00
- Skotvopn og skotfæri
- Öryggi og meðhöndlun
- Skotfimi og eiginleikar skotfæra
- Vopnalöggjöfin
- Landréttur
- Próf

Sunnudaginn 17. nóvember 2013 Kl. 10.00
- Verkleg undirstöðuþjálfun á skotsvæði. (Nánari upplýsingar um framkvæmd verklegrar þjálfunar verða veittar á veidikort.is

Staðsetning kennslu: Auglýst síðar.
Verkleg þjálfun fer fram á skotsvæði.

Kennari: Einar Guðmann
Umsjón með verklegri þjálfun: Einar Guðmann

Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör. Mælt er með að nemendur lesi „Skotvopnabókina“ áður en námskeiðið hefst. Bókin er ekki innifalin í námskeiðsgjaldinu. Hún fæst í bókabúðum

Skráning er á slóða: http://www.veidikort.is/?tag=thorshofn