Fara í efni

Skrifstofustjóri óskast

Fundur
Langanesbyggð auglýsir eftir umsóknum um stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn.Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögra

Langanesbyggð auglýsir eftir umsóknum um stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu sveitarfélagsins á Þórshöfn.

Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni.

Hlutverk skrifstofustjóra Langanesbyggðar:

  • Umsjón með fjármálum sveitarfélagsins.
  • Gerð fjárhags- og rekstraráætlana, ásamt sveitarstjóra
  • Umsjón með kostnaðareftirliti og uppgjörum.
  • Umsjón með og daglegur rekstur skrifstofuhalds sveitarskrifstofu á Þórshöfn.
  • Annast útgáfu á vegum sveitarfélagsins, s.s. tilkynningum, dreifibréfum og heimasíðu.
  • Annast undirbúning funda sveitarstjórnar í samráði við sveitarstjóra og oddvita sveitarstjórnar, auk frágang og útsendingu fundargerða nefnda sveitarfélagsins.
  • Ritari sveitarstjórnar.
  • Staðgengill sveitarstjóra
  • Önnur verkefni sem skrifstofustjóra eru falin.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði viðskipta eða rekstrar æskileg.
  • Góð bókhaldsþekking skilyrði (Navision).
  • Reynsla af rekstri sveitarfélaga eða fyrirtækja er kostur.
  • Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, talnaskilningur og rökfesta.

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri
S: 468 1220 og 821 1646 - sveitarstjori@langanesbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2012 en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.