Fara í efni

Skrifstofustjóri ráðinn til starfa

Fréttir
Jónas Egilsson hefur verið ráðinn sem skrifstofustjóri Langanesbyggðar. Jónas er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, rekstri og stjórnun. Hann hefur ennfremur komið víða við í félagsmálum. Hann sagðist aðspurður hlakka til að takast á ný og fjölbreytt verkefni í góðu samfélagi sem hefði fjölmörg tækifæri. Foreldrar Jónasar voru Erna Ingólfsdóttir verslunarmaður og Egill J. Stardal kennari. Þau eru bæði látin. Jónas á þrjá syni, tvo uppkomna og einn sem lýkur námi í grunnskóla í vor. Ráðningin er vegna veikinda og fæðingarorlofs núverandi skrifstofustjóra. Jónas hefur störf nú í lok febrúar og er boðinn velkominn til starfa.

Jónas Egilsson hefur verið ráðinn sem skrifstofustjóri Langanesbyggðar. Jónas er stjórnmálafræðingur að mennt. Hann hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, rekstri og stjórnun. Hann hefur ennfremur komið víða við í félagsmálum. Hann sagðist aðspurður hlakka til að takast á ný og fjölbreytt verkefni í góðu samfélagi sem hefði fjölmörg tækifæri.
Foreldrar Jónasar voru Erna Ingólfsdóttir verslunarmaður og Egill J. Stardal kennari. Þau eru bæði látin. Jónas á þrjá syni, tvo uppkomna og einn sem lýkur námi í grunnskóla í vor. Ráðningin er vegna veikinda og fæðingarorlofs núverandi skrifstofustjóra. Jónas hefur störf nú í lok febrúar og er boðinn velkominn til starfa.