Fara í efni

Skýrsla starfshóps um eflingu samfélagsins á Langanesi

Fréttir

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði þann 24. maí 2023 starfshóp um eflingu samfélagsins á Langanesi til að vinna tillögur að aðgerðum sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins og stuðlað geta að því að efla samfélagið á Langanesi. Tillögur starfshópsins skulu m.a. snúa að friðlýsingu á hluta Langaness, t.d. með stofnun þjóðgarðs, eflingu hringrásarhagkerfisins og grænni atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Jafnframt verði hugað að bættu orkuöryggi svæðisins með tillögum er snerta dreifi- og flutningskerfi raforku, jarðhitaleit og aukna orkuöflun innan svæðis.

Starfshópinn skipuðu Njáll Trausti Friðbertsson formaður.
Berglind Harpa Svavarsdóttir
Steingrímur J. Sigfússon

Hér er tengill á skýrsluna