Fara í efni

Skýrsla sveitarstjóra. Útibú Landsbankans á Þórshöfn flytur

Fréttir
Höfnin á Þórshöfn
Höfnin á Þórshöfn

Í skýrslu sveitarstjóra sem hann flutti á 124. fundir sveitarstjórnar 21. apríl s.l. kom fram að ákveðið hefur verið að útibú Landsbankans á Þórshöfn flytji úr því húsi sem það er í núna að Fjarðarvegi 5 og í Kjörbúðina þar sem ÁTVR var til húsa áður. Stefnt er að því að þar verði opnað í byrjun sumars. Engar breytingar verða á starfsemi útibúsins, opnunartíma né fjölda starfsmanna. Eign bankans við Fjarðarveg verður seld í kjölfarið. 

Í skýrslunni kom einnig fram að lokið er dýpkun Þórshafnarhafnar. Innsiglingin og athafnasvæði uppsjávarskipa er nú að minnsta kosti 9,5m að dýpt.  

Framkvæmdir eru hafnar innan dyra í nýju skrifstofurými Langanesbyggðar að Langanesvegi 2. Fjórir aðilar hafa lýst áhuga sínum á að hafa skrifstofur sínar í þessu skrifstofurými auk þess sem skrifstofa Langanesbyggðar verður þar. Ef af þeim hugmyndum verður mun verða til 9 - 10 manna vinnustaður með góðum samlegðaráhrifum. 

Sjá nánar í skýrslu sveitarstjóra í fundargerð sveitarstjórnar frá 21. apríl

00-fundargerd-124.-fundar-sveitarstjornar-21.04.2021.pdf