Sléttugangan 2015
Hin árlega Sléttuganga verður gengin á laugardaginn,15. ágúst nk. Gengið verður frá Raufarhöfn í Blikalónsdal og norður eftir dalnum út í Blikalón.
Fjölbreytt og skemmtileg gönguleið en nokkuð löng, um 27 km ganga. Nauðsynlegt er að vera í nokkuð góðri gönguþjálfun.
Sameinast verður í bíla hjá Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn kl. 9:00. Að göngu lokinni verður fólk sótt á áfangastað og ekið til Raufarhafnar, farið í sund og gufu og eftir það í kvöldverð á Hótel Norðurljósum. Síðan verður hægt að bregða sér á dansleik!
Þátttökugjald sem greitt er við upphaf göngu er 4.000 fyrir félagsmenn Norðurslóðar, en 5.000 fyrir aðra.
Innifalið: Leiðsögn, göngukort, akstur, sund, gufa og matur. Enginn posi. Athugið að akstur með hunda er ekki í boði.
Þátttakendur eru beðnir að skrá sig í gönguna á netfangið ffnordurslod@simnet.is, eða í síma 892-8202, þar sem veittar eru nánari upplýsingar.
Einnig má finna viðburðinn á fésbók.
Ferðafélagið Norðurslóð