Sléttugangan á laugardaginn
Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir hinni árvissu Sléttugöngu laugardaginn 16. ágúst nk. Gengið verður frá Blikalóni inn Blikalónsdal og alla leið til Raufarhafnar. (Hugsanlegt er að gengið verði hina leiðina, þ.e. byrjað á Raufarhöfn ef veður gefur tilefni til.) Þetta er fjölbreytt og skemmtileg gönguleið en nokkuð löng, um 27 km ganga.
Mæting er við Hótel Norðurljós á Raufarhöfn kl. 9:00 þar sem sameinast verður í bíla.
Að göngu lokinni verður fólk sótt á áfangastað og ekið til Raufarhafnar, farið í sund og gufu og að lokum í kvöldverð á Hótel Norðurljósum.
Þátttökugjald er 3.500 fyrir félagsmenn Norðurslóðar, en 4.500 fyrir aðra.
Innifalið: Leiðsögn, göngukort, akstur, sund, gufa og matur. Þátttökugjald er greitt við upphaf göngu, enginn posi.
Athugið að akstur með hunda er ekki í boði.
Gott væri að þátttakendur skráðu sig í gönguna í netfangið ffnordurslod@simnet.is, eða í síma 892-8202, þar sem veittar eru nánari upplýsingar.
Gisting á Hótel Norðurljósum eða öðrum góðum gististöðum á Raufarhöfn er góð hugmynd, fyrir og eftir göngu.
Einnig er rétt að geta þess að afmælisball Hnitbjarga á Raufarhöfn verður haldið á laugardagskvöldið.
Látum ekki veður eða veðurspá aftra okkur frá að njóta þessa sérstaka svæðis, heldur klæðum okkur eftir veðri og örkum af stað. Ef norðanáttin er höfð í bakið er hún ekki svo slæm.
Góðar kveðjur,
Ferðafélagið Norðurslóð