Slökkvibifreið á Bakkaflugvöll
Við fengum það verkefni hjá Flugstoðum að setja úðabyssu á MB Unimog TLF 1700 slökkvibifreið en sú bifreið var áður slökkvibifreið á Þórshöfn.
erkinu er nú lokið en ásetning var framkvæmd hjá Bíley á Reyðarfirði, en einnig kom Launafl við sögu þar sem þeir smíðuðu allar ryðfríar festingar og þá nippla og tengi sem þörf var á.
Úðabyssan er af sömu gerð og minni byssan á ISS flugvallarbifreiðinni á Egilsstöðum eða Akron Brass Firefox með 52 mm. inntaki en hámarksafköst eru 1.900 l/mín. Úðastúturinn er rafstýrður með stýripinna í ökumannshúsi. Byssan vegur aðeins um 15 kg.
Dælan í bifreiðinni er FP 8/8 af gerðinni Rosenbauer 63/125. Afköst eru sögð á dælunni 2.700 l/mín en það á eflaust við við 0 m. soghæð.
Sér froðutankur er í bifreiðinni svo lagt var frá honum að úðastút og á lögnina settur froðublandari frá Akron Brass af gerðinni Advantage 2302 sem skilar 950 l/mín en er faststilltur á 3%.
Rafstýrður loki af Swing Cut gerð var settur á froðulögn en hann er einnig frá Akron Brass.
Ákveðið var að setja ekki rafstýrðan loka á 4" lögnina frá tank að dælu heldur hafa hann opinn en ef til þess hefði komið hefðum við valið samskonar loka þ.e. Swing Cut 8840 gerð en hann er 4" og aðeins 8 sek. að opnast að fullu.
Ýmiss búnður var svo settur í bifreiðina eins og Protek 366 handlínustútur, 45 mm gular Ninbo slöngur og 3" hvítar Ningbo slöngur, Double Lounce fælubyssa, Towalex léttvatn, greinistykki, lyklar, minnkanir, tengi, ýmis verkfæri og hlífðarfatnaður.
Smellið hér og sjáið fleiri myndir.af heimasíðu www.olafurgislason.is