Slökkvilið Langanesbyggðar - Hleðsla og þjónusta slökkvitækja
17.03.2016
Fréttir
Við viljum vekja athygli á slökkvitækjaþjónustu okkar. Við tökum á móti flest öllum gerðum slökkvitækja til yfirferðar og eftirlits.
Við viljum vekja athygli á slökkvitækjaþjónustu okkar. Við tökum á móti flest öllum gerðum slökkvitækja til yfirferðar og eftirlits. Við yfirförum og umhlöðum slökkvitæki yfirleitt á tveimur sólarhringum en ástæðan fyrir því að það tekur tvo sólarhringa er sú að við viljum fylgjast með slökkvitækinu eftir umhleðslu í minnst sólarhring.
Eins og áður sagði þá þjónustum við flest allar gerðir slökkvitækja svo framarlega sem það er hægt, viðskiptavininum hagstætt, slökkvitækið ekki of gamalt eða slökkvitækið illa útlítandi. Ef slökkvitæki er illa farið og við sjáum að það borgar sig ekki að eiga við það komum við til móts við viðskiptavini okkar með hagstæðu verði á nýju eða nýlegu slökkvitæki.