Fara í efni

Slökkvilið Langanesbyggðar óskar eftir að ráða slökkviliðsmenn

Fréttir
Starfið er hlutastarf sem felur í sér að mæta á æfingar og stunda nám

Starfið er hlutastarf sem felur í sér að mæta á æfingar og stunda nám við Brunamálaskólann auk útkalla slökkviliðsins við slökkvistörf, mengunaróhöpp og björgun vegna umferðaslysa.

Inntökuskilyrði:

  • Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigður, reglusamur og háttvís, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldinn lofthræðslu eða innilokunarkennd.
  • Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið
  • Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu.
  • Standast þrekpróf slökkviliðsmanna.
    Heimilt er að víkja tímabundið frá skilyrðum.

Umsækjendur þurfa að hafa fasta búsetu og atvinnu í Langanesbyggð.

Kynningarfundur verður haldinn á Slökkvistöðinni sunnudaginn 25. mars nk. kl. 13:00.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta, jafnt konur sem karlar, og kynna sér starf slökkviliðsmanns.

Nánari upplýsingar gefur slökkviliðsstjóri í síma 896-1142 eða á netfang, slokkvilid@langanesbyggd.is