Smáheimur fjöru og móa
Listahátíðin Langaness Artisphere verður haldin á Ytra Lóni dagana 12. 16. júní. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin þar á bæ. Í boði að þessu sinni verða skapandi námskeið fyrir börn, 6-9 ára fyrir hádegi og 10-13 ára eftir hádegið. Námskeiðin enda á laugardegi með sýningu.
Unnið verður út frá líffræði, jarðfræði og fantasíu. Vettvangsferðir farnar í nánasta umhverfi, lífríkið rannsakað í fjörunni, steinum velt við og flugur fangaðar. Efni sótt í hugmyndir til úrvinnslu úr nærumhverfinu. Athygli barnanna vakin á lífríki smádýranna og því samhengi sem við lifum í. Börnin skapa eigin lífverur og vistarstaði þeirra, út frá rannsóknum sínum og hugarflugi. Með leikgleði í fyrirrúmi er unnið með form, rými, lit, ljós og skugga.
Kennari á mánskeiðinu er Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari (http://brynhildur.com/) Einnig mun Kristín Jónsdóttir náttúrufræðingur og kennari fræða þátttakendur um lífríki fjörunnar. Námskeiðið er 22,5 kennslustundir, námskeiðsgjald er 16.600, allt efni innifalið. Örfá pláss eru laus og geta áhugasamir haft samband á ytralon@simnet.is eða í síma 846-6448.
Menningarráð Eyþings styrkir verkefnið.