Fara í efni

Sögusagnir...

Fundur
Nemendur í 6. og 7.bekk hafa komist að því að sögur gera breyst ansi mikið þegar þær fara á milli manna. Í vikunni gerðu þeir nefnilega smá tilraun: Einn nemandi las stutta sögu fyrir annan, sá nemand

Nemendur í 6. og 7.bekk hafa komist að því að sögur gera breyst ansi mikið þegar þær fara á milli manna.

Í vikunni gerðu þeir nefnilega smá tilraun: Einn nemandi las stutta sögu fyrir annan, sá nemandi sagði þriðja aðila söguna og sá þriðji sagði þeim fjórða hana. Þegar sagan hafði farið í gegn um þessa þrjá var ansi lítið eftir af henni og ekkert að marka hana.

Hér í nánar eru tvær sögur sem lesnar voru og eru endursagnirnar fyrir neðan hvora sögu.

Kölski fjósamaður hjá Sæmundi fróða

Einu sinni vantaði Sæmund fróða fjósamann; tók hann þá kölska og lét hann vera í fjósinu hjá sér. Fór það allt vel og leið svo fram á útmánuði að kölski gjörði verk sitt með öllum sóma. En á meðan séra Sæmundur var í stólnum á páskadaginn bar kölski alla mykjuna í haug fyrir framan kirkjudyrnar svo þegar prestur ætlaði út eftir messuna þá komst hann það ekki. Sér hann þá hvað um er að vera, stefnir til sín kölska og lætur hann nauðugan viljugan bera burtu aftur alla mykjuna frá kirkjudyrunum og á sinn stað. Gekk séra Sæmundur svo fast að honum að hann lét seinast sleikja upp leifarnar með tungunni. Sleikti þá kölski svo fast að það kom laut í helluna fyrir framan kirkjudyrnar. Þessi hella er enn í dag í Odda og nú þó ekki nema fjórðungur hennar. Liggur hún nú fyrir framan bæjardyrnar og sér enn í hana lautina.

Frá einum til annars:

Sæmundur fróði lét kölska koma í fjósið hjá sér, hann vantaði vinnumann og hann kölski vann vel og á páskadag tók hann alla mykjuna og setti fyirr framan kirkjudyrnar svo prestiurinn kæmist ekki inn. Svo sá hann að að hann hefði gert það og lét hann taka það. Svo eftir það lét hann sleikja það upp.

Frá öðrum til þriðja aðila:

Það var einhver prestur sem eitthvað og það var kölski sem var eitthvað með vinnumann og setti mykju fyrir framan kirkjuna og þurfti að sleikja það upp.

Frá þriðja til fjórða aðila:

Það var prestur sem eitthvað setti eitthvað fyrir framan kirkjuna og þurfti að sleikja það upp.

 Hestastuldurinn

Séra Eiríkur í Vogsósum varaði bæði smala og aðra stráka í Selvogi við því að taka hesta sína í leyfisleysi og kvað þeim mundi gefast það illa, enda vöruðust allir smalar að snerta reiðhesta hans. Tveir drengir brugðu þó út af þessu. En jafnskjótt og þeir voru komnir á bak, tóku hestarnir sprett og stefndu rakleiðis heim að Vogsósum, og réðu drengir ekkert við þá. Þeir ætluðu þá að fleygja sér af baki, er þeir gátu ekki stillt hestana, en þess var ekki heldur kostur, því brækur þeirra voru fastar við hestbökin.

Annar drengurinn tók þá upp hjá sér hníf og skar stykki úr brókum sínum. Komst hann við það af baki. Báðir hestarnir hlupu heim. Var bótin á baki annars en gólandi strákur á baki hins. Prestur var úti og sagði við drenginn: "Það er ekki gott að stela hestunum hans Eiríks í Vogsósum. Lagsmaður þinn var úrræðabetri."

Frá einum til annars

Það var maður sem átti hesta og hann varaði einhverja stráka við að stela ekki hestinum hans.

Svo fóru tveir og stálu þeim og brækurnar festust á bakinu á hestinum, þá tók einhver upp hníf og skar stykki af brókinni sinni. Svo var einhver strákur á hesti og svo kom einhver prestur og sagði eitthvað við hann.

Frá örðum til þriðja aðila:

Það var maður sem átti hest og einhverjir strákar fóru á hann, þá festi st brókin á honum og það kom einhver prestur ða tala við þá.

Frá þriðja til fjórða aðila:

Það var maður sem átti hest og einhver strákur fór á hann og brókin festist. Og það kom prestur að tala við þá.