Fara í efni

Sóknarpresti á Skeggjastöðum sagt upp jarðnæði

Fundur
19 desember 2007Sóknarprestinum í Langanesprestakalli var í gær sagt upp jarðnæði á prestssetrinu Skeggjastöðum í Bakkafirði. Ákveðið hefur verið að prestbústaðurinn verði framvegis á Þórshöfn. Uppsög

19 desember 2007
Sóknarprestinum í Langanesprestakalli var í gær sagt upp jarðnæði á prestssetrinu Skeggjastöðum í Bakkafirði. Ákveðið hefur verið að prestbústaðurinn verði framvegis á Þórshöfn. Uppsögnin barst með bréfi frá Kirkjuráði, sem dagsett var 12.desember. Þar er vísað í lög sem samþykkt voru fyrr á þessu ári þar sem ákveðin prestssetur eru lögð niður og fasteignir gerðar að eignum Þjóðkirkjunnar. Séra Brynhildur Óladóttir, sóknarprestur, segir afnot og yfirráð yfir jörðinni á Skeggjastöðum skýlausan hluta lögkjara æviráðins sóknarprests í prestakallinu. Hún telur það einstakt að ráðuneytisskipuðum embættismanni kirkjunnar sé sagt upp lögkjörum rétt


Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir þetta ekki vera allan sannleikann í málinu. Í niðurlagi bréfsins sé klausa sem Brynhildur hafi kosið að nefna ekki. Þar segi að ekki hafi ennþá tekist að útvega húsnæði á Þórshöfn, þar sem Kirkjuþing hafi ákveðið að prestsbústaður Langanessprestakalls skuli vera, og því sé möguleiki á að semja um áframhaldandi búsetu sóknarprestsins í prestsbústaðnum á Skeggjastöðum, ef nauðsyn krefur. Guðmundur segir að leigjendum eða ábúendum átta kirkjujarða hafi nú í desember verið send bréf á borð við þetta. Það sé gert í kjölfar bókunar Kirkjuráðs frá því í nóvember þar sem framkvæmdastjóra var falið að segja upp öllum samningum við fyrrum pestsetur og senda uppsagnarbréf þar að lútandi. Þær jarðir sem um ræðir eru, auk Skeggjastaða, Ásar í Skaftárhreppi, Bergþórshvoll í Landeyjum, Hvolur í Saurbæ, Vatnsfjörður í Ísafjarðardjúpi, Árnes I á Ströndum, Prestbakki í Hrútafirði og Háls í Fnjóskadal

Ruv.is

Frétt kl 18:18

Kirkjuráð: Prestur misskilur bréf

Framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir sóknarprestinn á Skeggjastöðum á Bakkafirði mistúlka bréf frá ráðinu með því að segja að honum sé gert að yfirgefa jörðina innan fárra mánaða. Ábúendur eða leigjendur 7 annarra kirkjujarða hafa fengið sent svipað bréf.

Fréttastofa Útvarps hefur undir höndum það bréf sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs sendi Brynhildi Óladóttur, sóknarpresti í Langanesprestakalli, þar sem henni er sagt upp afnotum og umráðum yfir jörðinni Skeggjastöðum á Bakkafirði.

Í hádegisfréttum var haft eftir Brynhildi að hún teldi það einstakt að ráðuneytisskipuðum embættismanni kirkjunnar sé sagt upp lögkjörum rétt fyrir jól. Afnot og yfirráð yfir jörðinni Skeggjastöðum sé skýlaus hluti lögkjara æviráðins sóknarprests í prestakallinu. Henni hafi nú með bréfinu verið gert að yfirgefa jörðina ásamt fjölskyldu sinni innan nokkurra mánaða án þess að annað húsnæði sé fyrir hendi.

Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir þetta ekki vera allan sannleikann í málinu því í niðurlagi bréfsins sé klausa sem Brynhildur hafi kosið að nefna ekki. Þar segir orðrétt: Kunnugt er að ekki hefur ennþá tekist að útvega húsnæði á Þórshöfn, þar sem Kirkjuþing hefur ákveðið að prestsbústaður Langanesprestakalls, sem þér þjónið, skuli vera og er því möguleiki á að semja um áframhaldandi búsetu yðar í prestsbústaðnum á Skeggjastöðum, eftir fardaga 2008, ef nauðsyn krefur".

Guðmundur segir að leigjendum eða ábúendum 8 kirkjujarða hafi nú í desember verið send bréf á borð við þetta. Það sé gert í kjölfar bókunar kirkjuráðs frá því í nóvember þar sem framkvæmdastjóra var falið að segja upp öllum samningum við fyrrum pestsetur og senda uppsagnarbréf þar að lútandi. Það er gert á grundvelli laga frá því í mars 2007 þar sem tiltekin prestssetur eru formlega skilgreind sem eign þjóðkirkjunnar og lög um prestssetur frá 1993 felld niður.

Þær jarðir sem sent var uppsagnabréf útaf eru auk Skeggjastaða, Ásar í Skaftárhreppi, Bergþórshvoll í Landeyjum, Hvolur í Saurbæ, Vatnsfjörður í Ísafjarðardjúpi, Árnes I á Ströndum, Prestbakki í Hrútafirði og Háls í Fnjóskadal.

Ruv.is