Fara í efni

Söng- og píanótóleikar í Þórshafnarkirkju

Íþróttir
Söng- og píanótónleikar verða haldnir í Þórshafnarkirkju þriðjudagskvöldið 14. júlí. Kári Friðriksson tenór og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari  flytja tónleikadagskrá sem samanstendur af viSöng- og píanótónleikar verða haldnir í Þórshafnarkirkju þriðjudagskvöldið 14. júlí. Kári Friðriksson tenór og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari  flytja tónleikadagskrá sem samanstendur af vinsælum aríum og einsöngslögum auk þekktra sígildra píanóverka. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, aðgangseyrir er kr. 2000 og mun hluti hans renna til góðgerðarmála í Langanesbyggð.
Nína varð nýlega doktor í píanóleik og mun leika nokkur þekkt píanóverk. Kári segir í fréttatilkynningu að hann muni syngja háa C 12 sinnum á tónleikunum. Fáir tenorar syngi mikið af háa céum, þetta sé næstum eins og íþróttamót.
Einnig megi nefna í Þingeyjarsýslum að hann sé ættaður þaðan: "Fólk getur þá farið á Íslendingabók og flett mér upp og séð hvort ég er frændi..., er fæddur 28.01 1961."
Kári og Nína munu ferðast um landið í júlí með þessa tónleikadagskrá undir yfirskriftinni Sumartónar 2009 um landið vítt og breitt
Ánægjulegt er að benda á að 14. júlí er enn einn Káti dagurinn.