Fara í efni

Sorpmál Langanebyggðar

Fréttir
Ágætu íbúar Langanesbyggðar.

Því miður hafa orðið tafir á því að sorp hafi verið fjarlægt nú í júlí. Skýringin er sú helst að lokað var fyrir móttöku og urðun á sorpi á Vopnafirði því sem næst fyrirvaralaust fyrr í sumar. Voru það mikil vonbrigði enda höfðu Langanesbyggð og  Vopnafjarðarhreppur átt gott samstarf í þessum málum um nokkurra ára skeið eftir að urðunarstaðnum á Bakkafirði var lokað.

Einnig hefur vinna vegna starfsleyfis urðunarstaðar á Bakkafirði tafist af óvæntum og óviðráðanlegum ástæðum. En nú hillir undir útgáfu starfsleyfis þar og þar með lausn á urðunarmálum til næstu ára.

Unnið er nú að nýjum samningum við Íslenska gámafélagið og hafa þeir í för með sér ýmsar breytingar á fyrirkomulagi sorpmála. Þær breytingar eru í meginatriðum til einföldunar með betri þjónustu og bætta sorphirðu að markmiði. Breytingar verða kynntar íbúum ítarlega innan tíðar.

Verktaki okkar hér í Langanesbyggð mun hefja hreinsun á sorpi í byrjun yfirstandandi viku og með nýjum samningum og breyttum urðunarstað komast þessi mál í eðlilegt horft aftur innan tíðar.

Um leið og við biðjum ykkur íbúar góðir velvirðingar á óþægindum sem þið kunnið að hafa orðið fyrir vegna þessara tafa, vonumst við til að þið sýnið okkur umburðarlyndi á meðan við leysum úr þessum mikilvægu málum okkur öllum til hagsbóta til lengri tíma.

Með góðri kveðju, 

Elías Pétursson, sveitarstjóri