Fara í efni

Sparkvöllurinn vígður

Íþróttir
1.6.2008 Hlaut nafnið SaxavöllurUm helgina var vígður nýr og glæsilegur sparkvöllur á Þórshöfn á Langanesi.  Völlurinn er staðsettur við glæsilegt íþróttahús og knattspyrnuvöll Þórshafnar og 

1.6.2008
Hlaut nafnið Saxavöllur

Um helgina var vígður nýr og glæsilegur sparkvöllur á Þórshöfn á Langanesi.  Völlurinn er staðsettur við glæsilegt íþróttahús og knattspyrnuvöll Þórshafnar og er þessi sparkvöllur góð viðbót við glæsileg íþróttamannvirki staðarins.

Það var Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sem tók þátt í vígslu vallarins fyrir hönd Knattspyrnusambandsins og færði bæjarbúum bolta að gjöf frá sambandinu sem og góðar kveðjur.  Bæjarbúar fjölmenntu við athöfnina, þá ekki síst yngsta kynslóðin sem strax er farin að nota völlinn til hins ítrasta.

Formaður UMFL, Sölvi Alfreðsson tók á móti sparkvellinum fyrir hönd UMFL frá KSÍ og afhenti Langanesbyggð völlinn til eignar. Rafn Jónsson rakti sögu fyrsta íþróttafélagsins á Þórshöfn og þar kom meðal annars fram að félagið var skylmingarfélag til að byrja með sem breyttist svo í fótboltafélag. 

Völlurinn hlaut nafnið Saxavöllur en íþróttafélagið Saxi ku vera fyrsta íþróttafélagið á Þórshöfn og þótti bæjarbúum viðeigandi að halda því nafni hátt á lofti. Nafnið er dregið af stríðsmönnum í Evrópu sem nefndust Saxar og fundu menn til vissrar samlíkingar við þessa stríðsmenn.

Myndir
Myndataka: Sólrún Arney