Staða lögreglumanns á Þórshöfn laus til umsóknar
Lögreglumaður - Húsavík |
Auglýsing nr. 29/2013 Við embætti lögreglustjórans á Húsavík er laus til umsóknar staða lögreglumanns með starfsstöð á Þórshöfn. Ríkislögreglustjóri skipar í stöðuna frá og með 1. desember 2013. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur hvattar til þess að sækja um. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn í símum 444-2850; 895-0882 eða í tölvupósti: sigbryn@logreglan.is. Meginstarfssvæði umsækjanda verður á eystra varðsvæði embættisins (Raufarhöfn, Langanesbyggð, Bakkafirði og nærliggjandi svæðum) út frá lögreglustöð sem staðsett er á Þórshöfn. Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Húsavík, Útgarði 1, 640 Húsavík. Nálgast má sérstök umsóknareyðublöð hjá öllum lögreglustjórum eða á lögregluvefnum, www.logreglan.is, undir liðnum eyðublöð. Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Starfið er vaktavinna. Góðir hæfileikar til mannlegra samskipta, skipulagshæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Reykjavík, 24. október 2013 |