Fara í efni

Stækkun á félagssvæði KEA

Fréttir
Á aðalfundi KEA sem haldinn var 30. apríl sl. voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins sem hafa í för með sér stækkun á félagssvæðinu og er það til komið vegna breytinga á skipan sveitarstjórnarmála hjá Bakkfirðingum.

 

Á aðalfundi KEA sem  haldinn var 30. apríl sl. voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins sem hafa í för með sér stækkun á félagssvæðinu og er það til komið vegna breytinga á skipan sveitarstjórnarmála hjá Bakkfirðingum.  Félagssvæðið nær nú frá Fjallabyggð í vestri, til og með Langanesbyggð í austri og er tekið mið af sveitarfélagamörkum eins og þau eru árið 2013.  Breytingin felur í sér að Bakkfirðingar geta nú gengið í KEA.  Nánari upplýsingar um KEA og KEA kortið er hægt að nálgast á heimasíðunni www.kea.is.