Fara í efni

Starf sveitarstjóra laust til umsóknar

Fréttir
Langanesbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan, hugmyndaríkan og kraftmikinn einstakling í starf sveitarstjóra

Langanesbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan, hugmyndaríkan og kraftmikinn einstakling í starf sveitarstjóra

Starfssvið sveitarstjóra:
• Daglegur rekstur sveitarfélagsins
• Yfirumsjón með fjármálastjórn, bókhaldi og áætlanagerð.
• Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
• Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
• Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar
• Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa
• Að gæta hagsmuna Langanesbyggðar útá við, vera talsmaður sveitarstjórnar

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Reynsla af rekstri og stjórnun er æskileg
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
• Leiðtogahæfni og frumkvæði
• Góð bókhalds og tölvukunnátta (Navision)
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu æskileg
• Gott vald á íslensku, bæði í töluðu sem rituðu máli
• Sjálfstæð vinnubrögð, talnaskilningur og rökfesta

Umsóknarfrestur er til og með mánudags 14. júlí 2014 en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknum má skila í bréfapósti á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn og/eða á netfangið
sirry@langanesbyggd.is.
Nánari upplýsingar gefur Sigríður Jóhannesdóttir í síma 468-1220

Sveitarstjórn Langanesbyggðar