Starfsfólk
Steinunn Guðnadóttir, leikskólastjóri Steinunn
er fædd og uppalin á Akureyri. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari frá
Háskólanum á Akureyri árið 2001. Þá lá leið hennar hingað til Þórshafnar og á
árunum 2001 2004 var hún umsjónarkennari í Grunnskólanum á Þórshöfn með 1.
2. bekk. Í ágúst 2004 tók hún við stöðu leikskólastjóra hér í
leikskólanum. Fyrir útskrift vann Steinunn í hinum ýmsu leikskólum á Akureyri
en einnig tók hún hluta af æfingakennslunni í virtum leikskóla í |
Hjördís Matthilde Henrikssen,
staðgengill leikskólastjóra og deildarstjóri á Seli Hjördís er fædd á Akureyri og bjó þar
til 12 ára aldurs en flutti þá til Egilsstaða þar sem hún bjó til ársins 1998.
Lá þá leið hennar aftur til Akureyrar þar sem hún stundaði nám við kennaradeild
Háskólans á Akureyri. Hún útskrifaðist þaðan sem leikskólakennari vorið 2001 og
kom þá hingað til Þórshafnar, tók við stöðu leikskólastjóra í eitt ár en
skólaárið 2002 2003 var hún umsjónarkennari hjá 3. 4. bekk í Grunnskólanum
á Þórshöfn. Sumarið 2003 fór hún í barnseignarfrí en kom aftur hingað í
leikskólann eftir áramótin 2004. Netfang: hjodda@langanesbyggd.is |
Edda Jóhannsdóttir, leiðbeinandi á Seli Edda
hefur unnið hér við leikskólann frá því að hann opnaði árið 1983. Fyrir þann
tíma vann hún líka í gamla skólanum sem staðsettur var í eitt sinn í
kjallaranum heima hjá henni og í annað sinn í félagsheimilinu. Edda hefur ekki
aðeins lengstu starfsreynsluna, heldur hefur hún iðulega gengið inn í störf
leikskólastjóra þegar ekki hefur fengist leikskólakennari í starfið og sinnt
því með miklum sóma. |
Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, leiðbeinandi
á Stekki Netfang:unnur@langanesbyggd.is |
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, deildarstjóri á Stekk Hér
er kominn annar reynslubolti því að hún Sigga, eins og hún er kölluð, hefur
unnið við leikskólann meira og minna síðan 1980 en hefur á þeim tíma farið
þrisvar sinnum í barnseignarfrí. Sigga er fædd og uppalin á Þórshöfn og hefur
búið hér alla tíð fyrir utan eitt ár í Keflavík og annað í Reykholti þegar hún
var unglingur. Netfang:
siggaj@langanesbyggd.is |
Lilja Jónsdóttir, leiðbeinandi á Seli. Lilja vann hérna á árunum 1989 1995 en fór þá í barnseignarfrí og kom aftur árið 2001 og hefur unnið hér síðan, fyrst á Stekki en færði sig yfir á Sel í janúar 2007. Lilja er fædd og uppalin á Þórshöfn og hefur búið hér alla sína tíð. Lilja vinnur frá kl. 7:45/8:00 14:00Netfang:
lilja@langanesbyggd.is |
Magdalena Zawodna,
afleysingar. |