Starfsmaður óskast í áhaldahúsið á Bakkafirði
Starfsmaður óskast í áhaldahúsið á Bakkafirði.
Áhaldahús á Bakkafarði er útstöð frá áhaldahúsi Langanesbyggðar á Þórshöfn. Starfið felur í sér um umhirðu og viðhald fasteigna sveitarfélagsins ásamt og að annast hafnarvörslu við Bakkafjarðarhöfn.
Starfsmaður áhaldahúss mun annast, í samstarfi við sveitarstjóra, viðhald og umsjón fasteigna sveitarfélagsins á Bakkafirði, umhirðu opinna svæða og hafa eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
Í hafnarvörslu fellst ábyrgð á daglegum rekstri hafnar á Bakkafirði í samráði við hafnarstjóra, vigtun afla og eftirlit með legu og umferð báta.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Iðnaðarmenntun eða reynsla af byggingarumsjón
- Löggilding vigtarmanna (ekki skilyrði)
- Skipulagshæfileikar, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Samstarfsvilji og hæfni í mannlegum samskiptum
Viðkomandi starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2014.
Umsóknir skal senda í netfangið sveitarstjori@langanesbyggd.is
Nánari upplýsingar gefur Elías Pétursson sveitarstjóri í Langanesbyggð.