Fara í efni

Starfsmaður óskast í ræstingar fyrir Langanesbyggð

Fréttir

Langanesbyggð óskar að ráða starfsmann í ræstingar á nokkrum eignum í eigu sveitarfélagsins og ISAVIA.

 Um er að ræða ræstingu á eftirfarandi húsnæði:

Flugstöð - fluvelli á Þórshöfn
Skrifstofa Langanesbyggðar að Langanesvegi 2
Kistan - Fjarðarvegi 5, neðri hæð ásamt pósthúsi. 
Einnig sér viðkomandi um ræstingu á skrifstofu sveitarfélagsins á Bakkafirði einu sinni til tvisvar í mánuði.  Greitt er fyrir akstur. 

Vinnutími við ræstinguna er eftir lokun á skrifstofum nema í flugstöð þar sem ræst er þegar flugstöðin er opin vegna flugs. Þegar unnið er eftir lokun er greiddur næturvinnutaxti. Heildarvinnutími á viku er um 10-14 tímar eða um 30%. vinna á viku. 

Gerð er krafa um vandvirkni, jákvæðni og góða færni í mannlegum samskiptum. 

Umsækjendur sendi tölvupóst til skrifstofustjóra Langanesbyggðar bjarnheidur.jonsdottir@langanesbyggd.is eða til sveitarstjóra Björns S. Lárussonar bjorn@langanesbyggd.is sem jafnframt veita allar frekari upplýsingar

Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri