Fara í efni

Stefnt að formlegri opnun 3. maí

Fréttir
Útsýnispallur við Stóra Karl
Útsýnispallur við Stóra Karl
Smíðin á Útsýnispallinum við Stóra Karl gengur vel og er áætlað að pallurinn verði settur upp í apríl. Stefnt er að hafa formlega opnun á útsýnispallinum þann 3 maí n.k. en það verður auglýst nánar þegar nær dregur. Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að taka daginn frá

Smíðin á Útsýnispallinum við Stóra Karl gengur vel og er áætlað að pallurinn verði settur upp í apríl. Útsýnispallurinn er stórt verkefni, einstakt og mun án efa hafa mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Það verður því stór stund fyrir íbúa sveitarfélagsins þegar pallurinn verður tekinn í notkun.

Stefnt er að hafa formlega opnun á útsýnispallinum þann 3 maí n.k. en það verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að taka daginn frá

Þeir sem hafa áhuga á að gerast styrktaraðilar að þessu verkefni er bent á að hægt er að leggja inn á reikning Langanesbyggar kt: 420369-1749. Bnr. 1129-15-530000 og gerast með því formlegur styrktaraðili.