Fara í efni

Steypireyðar á Bakkafirði

Fundur
Á vef Landhelgisgæslunnar segir frá því að áhöfn TF-Lífar, þyrlu Landhelgisgæslunnar var á Þórshöfn og Vopnafirði í síðustu viku með kynningar fyrir viðbragðsaðila um hvernig umgangast ber þyrlur í bj

Á vef Landhelgisgæslunnar segir frá því að áhöfn TF-Lífar, þyrlu Landhelgisgæslunnar var á Þórshöfn og Vopnafirði í síðustu viku með kynningar fyrir viðbragðsaðila um hvernig umgangast ber þyrlur í björgunaraðgerðum. Voru kynningarnar vegna flugslysaæfingar sem haldin var á Þórshöfn á laugardaginn.
Farið var í eftirlitsflug frá Raufarhöfn fyrir Langanes að Bakkafirði og þaðan á Vopnafjörð. Bátar sem sáust voru á grásleppuveiðum og voru með öll sín mál í lagi, einnig sáust tvær steypireyðar á sundi á Bakkafirði. Var þetta ótrúleg sjón sem áhöfnina langar til að deila með öðrum og má sjá myndir af þeim á vef Landhelgisgæslunnar.