Fara í efni

Stillt og prúð leikskólabörn í bókasafnsheimsókn

Fréttir
Leikskólabörnin komu í heimsókn á bókasafnið með þeim Hjöddu og Siggu. Þau voru stillt og prúð, skoðuðu bækur og hlustuðu á sögu þar sem segir frá því að kötturinn Snúður eignaðist vini þegar hann hætti að stríða. Börnin teiknuðu sjálfsmynd og brostu sínu breiðasta brosi en bókavörðurinn mældi brosið með rauðu garni og límdi á myndina. Fastir opnunartímar bókasafnsins eru frá kl. 17-19 á fimmtudögum og á mánudögum frá kl. 18-20. Árgjald er kr. 2.000 en ókeypis fyrir börn og unglinga, út grunnskólaárin.

Leikskólabörnin komu í heimsókn á bókasafnið með þeim Hjöddu og Siggu. Þau voru stillt og prúð, skoðuðu bækur og hlustuðu á sögu þar sem segir frá því að kötturinn Snúður eignaðist vini þegar hann hætti að stríða. Börnin teiknuðu sjálfsmynd og brostu sínu breiðasta brosi en bókavörðurinn mældi brosið með rauðu garni og límdi á myndina.

Fastir opnunartímar bókasafnsins eru frá kl. 17-19 á fimmtudögum og á mánudögum frá kl. 18-20. Árgjald er kr. 2.000 en ókeypis fyrir börn og unglinga, út grunnskólaárin.

Myndir og texti frá Líneyju Sigurðardóttur bókaverði.