Fara í efni

Stjórn foreldrafélagsins gegnir og störfum foreldraráðs.

Foreldrar -  Samstarf heimila og skólaNáið samstarf við heimilin er forsenda þess að skólar geti sinnt hlutverki sínu sem skyldi. Fjölskylda og skóli eru mikilvægustu mótunaraðilar barnsins.Foreldrar -  Samstarf heimila og skóla

Náið samstarf við heimilin er forsenda þess að skólar geti sinnt hlutverki sínu sem skyldi. 
Fjölskylda og skóli eru mikilvægustu mótunaraðilar barnsins. Skólinn mun aldrei geta tekið á 
sig að fullu uppeldisstarf foreldra og fjölskyldna og því hlýtur dyggur stuðningur við börnin 
af hálfu aðstandenda að skipta sköpum fyrir skólann í fræðslustarfi hans. Góð samvinna og 
regluleg upplýsingagjöf milli heimilis og skóla er báðum aðilum öflugt hjálpartæki í því sameiginlega 
verkefni að veita hverju barni gott veganesti. Samstarf heimila og skóla þarf að verða einn 
af hornsteinum grunnskólans. Mikilvægt er að skólinn taki þannig á móti foreldrum að þeir finni 
að þeir séu velkomnir í skólann. Þegar heimili og skóli leggjast á eitt má búast við betri líðan nemenda, 
auknu öryggi og betri námsárangri.

Foreldrar barna í einstökum bekkjardeildum geta veitt skólum ómetanlegan stuðning, bæði á sviði 
náms og kennslu og ekki síður utan skólatíma í félagslífi. Samhentur foreldrahópur getur t.d. tekið 
með festu á agavandamálum ef þau koma upp og brugðist skjótt við einelti og stríðni ef um slíkt 
er að ræða. Mikilvægt er að unnið sé að samheldni milli foreldra, nemenda og kennara einstakra 
bekkjardeilda til þess að skólastarfið verði sem farsælast. Þannig mynda skóli og heimili trausta 
umgjörð um menntun hvers einstaklings.