Stjörnuver!
08.10.2009
Fundur
Þriðjudaginn 13.október fá allir nemendur að kíkja inn í svokallað Stjörnuver. Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja inni í kúlulaga hvelfingu og sérhannað sýningartæki varpar mynd af st
Þriðjudaginn 13.október fá allir nemendur að kíkja inn í svokallað Stjörnuver. Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja inni í kúlulaga hvelfingu og sérhannað sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. Í stjörnuveri fræðast áhorfendur um stjörnurnar, reikistjörnur, tunglið og önnur fyrirbæri alheimsins. Í einu vetfangi má ferðast á milli reikistjarna, sjá skýjabelti Júpíters, hringa Satúrnusar eða skoða Jörðina frá fjarlægum sjónarhornum.
Meira á natturumyndir.com
Hvelfingin verður staðsett inn í Þórsveri og verður nemendum skipt í nokkra hópa. Hver tími inn í hvelfingunni tekur um 40 mínútur.