Stjörnuver
Kæru Bakkfirðingar
Sunnudaginn 11. október verður sett upp stjörnuver í Grunnskólanum á Bakkafirði. Af því tilefni ætlar Nemendafélagið að vera með kaffisölu í skólanum. Allir Bakkfirðingar eru velkomnir. Sýningin í stjörnuverinu hefst á sunnudagsmorgni klukkan 10:00. Eftir sýninguna sem áætlað er að taki um 40 mínútur verður kaffisala. Miðaverð fyrir fullorðna er 1500 krónur. Frítt er fyrir börn í grunn- og leikskólanum á Bakkafirði.
Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja inn í kúlulaga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. Stjörnuverið lýsir hreyfingum reikistjarnanna í þrívídd. Í stjörnuverinu fræðast áhorfendur um stjörnuhimininn, stjörnumerki, reikistjörnur og framandi stjarnfyrirbæri. Þeir átta sig á kennileitum himinsins og læra til dæmis að finna Karlsvagninn og Pólstjörnuna.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar er að finna á slóðinni http://www.natturumyndir.com
Vonumst til að sjá sem flesta
Kær kveðja Nemendafélagið.