Fara í efni

Stóra upplestarkeppnin hjá 7.bekk!

Fundur
FImmtudaginn 4.mars var Stóra upplestarkeppnin haldin hátíðleg á Raufarhöfn. Keppnin er haldin árlega og eru það nemendur úr 7.bekk sem taka þátt hverju sinni og lesa upp úr sögu og tvö ljóð fyri

FImmtudaginn 4.mars var Stóra upplestarkeppnin haldin hátíðleg á Raufarhöfn. Keppnin er haldin árlega og eru það nemendur úr 7.bekk sem taka þátt hverju sinni og lesa upp úr sögu og tvö ljóð fyrir framan fjölda áheyrenda. Á Raufarhöfn tóku þátt Grunnskólinn á Bakkafirði, -Þórshöfn, -Raufarhöfn, Svalbarðsskóli og Öxarfjarðarskóli.

 Markmið keppninnar er  að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

Fyrir hönd Grunnskólans á Þórshöfn tóku þátt Hallmar Logi Thomsen og Sigurbjörg Hulda.

Í 1.sæti varð Erla Salome Ólafsdóttir, Grunnskólanum á Bakkafirði, í 2.sæti varð Marinó Úlfsson, Svalbarðsskóla og í 3.sæti var Þórdís Sigtryggsdóttir , Grunnskólanum á Raufarhöfn.

MYNDIR