Fara í efni

Störf í boði í Þjónustumiðstöð 2021

Fréttir

Sumarstarfsmenn

Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum í Þjónustumiðstöð Langanesbyggðar í sumar, frá og með þriðjudeginum 1. júní 2021.

Vinnuvélaréttindi eru kostur. Umsækjendur þurfa að vera fæddir 2004 eða fyrr.

Flokksstjóri Vinnuskóla

Auglýst er eftir flokksstjóra við vinnuskóla Langanesbyggðar í sumar, frá og með þriðjudeginum 1. júní 2021.
Leitað er eftir opnum og drífandi einstaklingi sem á gott með að vinna með ungu fólki.

Starfið felst í því að skipuleggja og stýra vinnu unglinga og sjá um verkskráningar og vinnutengd námskeið í samvinnu við forstöðumann Þjónustumiðstöðvar. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri og hafa ökupróf, góða tölvukunnáttu og mikill kostur að hafa framhaldsskólamenntun.
Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 10. maí n.k. og skal
umsóknum skilað á skrifstofu Langanesbyggðar eða á netfangið hofnin.thorshofn@langanesbyggd.is eða langanesbyggd@langanesbyggd.is 
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar í síma 862 5198.

Vinnuskóli Langanesbyggðar