Fara í efni

Strákurinn sem týndi jólunum - barna- og fjölskylduleikrit

Fréttir
Leikhópurinn Vinir
Leikhópurinn Vinir
Strákarnir í Leikhópnum Vinir ætla að kíkja í heimsókn og sýna okkur hið bráðskemmtilega barna- og fjölskylduleikrit STRÁKURINN SEM TÝNDI JÓLUNUM.

Strákarnir í Leikhópnum Vinir ætla að kíkja í heimsókn og sýna okkur hið bráðskemmtilega barna- og fjölskylduleikrit STRÁKURINN SEM TÝNDI JÓLUNUM.

Sýningin fer fram í Þórsveri þann 27. nóvember kl. 17:00.

Lengd: 40 mínútur.

Miðaverð: 1000 kr.

Ekki posi á staðnum.

 

Strákurinn sem týndi jólunum fjallar um strákinn Jónatan sem týnt hefur jólagleðinni sinni. Hann er orðinn þreyttur á öllu jólastússi og ákveður því að strjúka að heiman. Á ferðalagi sínu lendir hann í ýmsum skemmtilegum og spennandi ævintýrum sem hann hefði aldrei órað fyrir. Spurningin er, finnur hann jólagleðina sína aftur?

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

 

 Leikarar leikhópsins Vinir

Leikarar og höfundar:

Ingi Hrafn og Jóel Ingi

Heimasíða: http://leikhopurinnvinir.wix.com/vinir