Stulli 2008
Stuttmyndafestivalið Stulli 2008 fer fram á Akureyri þann 6. desember næstkomandi. Námskeið í stuttmyndagerð verður haldið helgina 17.-19. október.
Þetta verkefni er samstarfsverkefni félagsmiðstöðva og skóla en þar sem við höfum ekki enn fengið til okkar íþrótta- og tómstundafulltrúa hefur verkefnið verið á okkar könnu. Í meðfylgjandi bréfi er verkefnið útskýrt, en það gengur sem sagt út á að krakkarnir læri undirstöðuatriðin í stuttmyndagerð og síðan er hugmyndin að þau noti tímann fram til mánaðarmóta nóv-des til að gera stuttmynd þar sem þemað er kynþáttafordómar. Þessi vinna á að fara fram í félagsmiðstöð og jafnvel í skóla samkvæmt samkomulagi milli þessara tveggja aðila. Þetta verkefni er styrkt af menningarnefnd Eyþings og er krökkunum að kostnaðarlausu. Farið verður með rútu héðan og gist í Rósenborg sem er gamli barnaskólinn fyrir ofan Akureyrarkirkju. Stuttmyndin verður síðan sýnd í Borgarbíói þann 6. des en þá verður stuttmyndahátiðin haldin.
Kveðja, Heiðrún Óladóttir