Fara í efni

Styrkir vegna mótvægisaðgerða

Fundur
4. apríl 2008Kynnt hefur verið hverjir hlutu styrki vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu árin 2008-2009. 160 milljónir króna voru til úthlutunar og komu ríflega 43 milljónir í

4. apríl 2008
Kynnt hefur verið hverjir hlutu styrki vegna mótvægisaðgerða ríkistjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu árin 2008-2009. 160 milljónir króna voru til úthlutunar og komu ríflega 43 milljónir í hlut fyrirtækja og einstaklinga á Norðurlandi.

Hæsti styrkurinn á Norðurlandi rann til Dalvíkurbyggðar, en Náttúrufræðasetur á Húsabakka í Svarfaðardal hlaut fjórar milljónir króna. Þjóðlagasetur Séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði hlaut þrjár milljónir til eflingar menningartengdrar ferðaþjónustu í Fjallbyggð.


Til Langanesbyggðar runnu þrjár milljónir til úrbóta í ferðaþjónustu á Langanesi. Þá hlaut Jökull Bergmann á Dalvík tvær og hálfa milljón króna og Básavík í Grímsey, Ektafiskur á Hjalteyri og Fjölskyldugarður á Þórshöfn hlutu tvær milljónir hver til eflingar ferðaþjónustu. Nítján verkefni til viðbótar hlutu síðan styrki upp á eina til eina og hálfa milljón króna. Iðnaðarráðuneytið hefur falið Ferðamálastofu að gera samninga við styrkþega um framvindu og árangursmat verkefnanna, en styrkirnir verða greiddir út í tvennu lagi.

Ruv greindi frá