Styrkur frá Faglausnum
02.11.2013
Fréttir
Faglausn stendur á þeim tímamótum að fagna 4 ára starfsafmæli nú í haust og vill af því tilefni afhenda Langanesbyggð 250 þúsund króna styrk vegna byggingu útsýnispalls við Stóra karl.
Faglausn stendur á þeim tímamótum að fagna 4 ára starfsafmæli nú í haust og vill af því tilefni afhenda Langanesbyggð 250 þúsund króna styrk vegna byggingu útsýnispalls við Stóra karl. Með því vilja forsvarsmenn Faglausna sýna Langanesbyggð fram á mikið þakklæti fyrir að hafa farið í verkefnið svo einbeitt um að gera það vel og stíga skrefið til fulls. Forsvarsmenn Faglausna vilja því styrkja við verkefnið og vonast til að þessi styrkur verði hvatning til annarra fyrirtækja um að gera slíkt hið sama enda er um stórt verkefni að ræða sem styrki innviði ferðaþjónustunnar á staðnum.