Styrkur til að bæta aðgengi að Stóra-Karli
19.04.2013
Fréttir
Þann 17. apríl sl. var tilkynnt um úthlutun 278 milljóna króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Þetta er þriðja úthlutun ársins og hefur þá alls rúmum 576 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum á árinu.
Þann 17. apríl sl. var tilkynnt um úthlutun 278 milljóna króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Þetta er þriðja
úthlutun ársins og hefur þá alls rúmum 576 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum á árinu.
Langanesbyggð sótti um styrk til að bæta aðgengi að Stóra-Karli og hlaut rúmlega 8 milljónir í styrk í framkvæmdina.
Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða veitti styrk í fyrra vegna hönnunar á þessari framkvæmd.
Þetta er annar styrkurinn sem Langanesbyggð fær úthlutað úr framkvæmdarsjóði ferðamannastaða árið 2013 en áður
fékk Langanesbyggð úthlutað rúmlega 1 milljón króna í verkefnið Upplýsingareitur á Þórshöfn. Það
verkefni er samstarfsverkefni Langanesbyggðar og Þekkingarnets Þingeyinga.