Sumarafleysing í heimaþjónustu í Langanesbyggð
07.05.2024
Fréttir
Starfsmann vantar í afleysingu í heimaþjónustuna í Langanesbyggð tímabilið 1. júlí – 7. ágúst n.k.
Starfið felst í því að starfa á heimilum aldraðra einstaklinga, öryrkja og/eða fatlaðra. Auk venjubundinna heimilisverka og ræstinga er gert ráð fyrir innkaupaferðum fyrir skjólstæðing svo og félagslegum stuðningi að einhverju leyti.
Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og hafa gaman að því að umgangast eldra fólk. Gerð er krafa um heiðarleika, dugnað, stundvísi og góða framkomu.
Umsóknum skal skilað á netfangið naust@langanesbyggd.is
Nánari upplýsingar gefur Þóra Magnúsdóttir, forstjóri Nausts í síma 468-1322 eða á netfangið naust@langanesbyggd.is
Umsóknarfrestur til 31. maí 2024.