Sumarið framundan
Fundur fyrir þá sem starfa við eða eru áhugasamir um framþróun á sviði ferðaþjónustu á GEBRIS svæðinu (Jökulsá að Bakkafirði)
30. apríl á Hótel Norðurljósum, Raufarhöfn.
Markmið fundarins er að stilla saman strengi og ræða sumarstarfið.
Hvað ætlum við að leggja áherslu á í sameiginlegri kynningu í sumar?
Hvernig getum við eflt tengslanetið?
Hvað er á döfinni í námskeiðahaldi og samstarfi á svæðinu?
Dagskrá
Dagskrá fundarins
11:00 Jóna Matthíasdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga kynnir verkefnið Þingeyska Matarbúrið.
Þingeyska matarbúrið er 3ja ára greiningar-, þróunar- og markaðsverkefni sem hófst árið 2007. Meginmarkmið verkefnis er að stuðla að meiri sjálfbærni Norðausturlands í efnahagslegu og menningarlegu tilliti, og efla gildi þess og ímynd út á við sem inn á við.
11:40 Helena Eydís Ingólfsdóttir verkefnastjóri hjá Þekkingarsetri Þingeyinga kynnir endanlega dagskrá fyrir námskeiðið Færni í ferðaþjónustu sem kennt verður í Norður-Þingeyjarsýslu nú á vordögum og í haust. Einnig kynnir hún áætlanir um leiðsögumannanámskeið fyrir sama svæði og námskeiðið Vöxtur og velgengi sem ætlað er þátttakendum í Þingeyska matarbúrinu.
12:20 Léttur hádegisverður
12:50 13:20 Sumarið framundan, Sif Jóhannesdóttir verkefnistjóri GEBRIS verður með stutta kynningu á þeim hugmyndum sem uppi eru innan verkefnisins að sameiginlegri kynningu fyrir svæðið.
13:20 14:00 Umræður og spjall.
Vinsamlegast látið vita um þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 28. apríl,
Til Sifjar í síma 464 0417 / 848 3586 eða í tölvupósti