Fara í efni

Sumarnemar í Menntasetrinu

Fréttir
Í nokkur ár hefur Þekkingarnet Þingeyinga ráðið til sín sumarnema ef styrkir hafa fengist í verkefni. Í ár fengust tveir styrkir frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna til að vinna að verkefnum í Langanesbyggð. Þær Aldís Gunnarsdóttir og Bryndís Þórðardóttir hafa setið við vinnu í Menntasetrinu í sumar, á meðan aðrir starfsmenn sóluðu sig í sumarblíðunni. Aldís vinnur að verkefni sem snýr að sjávarútvegssögu Þórshafnar í máli og myndum. Hún hefur tekið nokkur viðtöl í sumar og vinnur úr þeim skemmtilegt efni til að krydda uppá verkefnið "Söguslóð um Þórshöfn" þar sem ljósmyndum hefur verið safnað saman úr þorpinu. Bryndís vinnur að verkefni sem heitir Litlir landkönnuðir - ævintýrakort barnanna fyrir Bakkafjörð, Langanes og Þistilfjörð. Þar hefur hún safnað saman ýmsu fræðsluefni, upplýsingum og ljósmyndum af svæðinu, sem áætlað er að setja saman í skemmtilegt ævintýrakort fyrir börn og fullorðna.

Í nokkur ár hefur Þekkingarnet Þingeyinga ráðið til sín sumarnema ef styrkir hafa fengist í verkefni. Í ár fengust tveir styrkir frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna til að vinna að verkefnum í Langanesbyggð og Þistilfirði. Þær Aldís Gunnarsdóttir og Bryndís Þórðardóttir hafa setið við vinnu í Menntasetrinu í sumar, á meðan aðrir starfsmenn sóluðu sig í sumarblíðunni. Aldís vinnur að verkefni sem snýr að sjávarútvegssögu Þórshafnar í máli og myndum. Hún hefur tekið nokkur viðtöl í sumar og vinnur úr þeim skemmtilegt efni til að krydda uppá verkefnið "Söguslóð um Þórshöfn" þar sem ljósmyndum hefur verið safnað saman úr þorpinu. Bryndís vinnur að verkefni sem heitir Litlir landkönnuðir - ævintýrakort barnanna fyrir Bakkafjörð, Langanes og Þistilfjörð. Þar hefur hún safnað saman ýmsu fræðsluefni, upplýsingum og ljósmyndum af svæðinu, sem áætlað er að setja saman í skemmtilegt ævintýrakort fyrir börn og fullorðna. Ef einhver á til gamlar ljósmyndir sem tengjast sjávarútvegssögunni eða bara gamlar myndir úr þorpinu, þá er alltaf verið að safna slíku í Menntasetrinu./GBJ