Fara í efni

Sumarvinna fyrir háskólanema

Fundur
Þekkingarnet Þingeyinga stendur ár hvert fyrir rannsóknaverkefnum sem unnin eru á sumrin í samstarfi við háskólanema. Þekkingarnetið hefur yfir að ráða verkefnasjóði sem nýst getur til fjármögnun

Þekkingarnet Þingeyinga stendur ár hvert fyrir rannsóknaverkefnum sem unnin eru á sumrin í samstarfi við háskólanema. 

Þekkingarnetið hefur yfir að ráða verkefnasjóði sem nýst getur til fjármögnunar slíkra verkefna, t.d. mótframlaga í styrkumsóknum. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem tengjast Þingeyjarsýslum og að þau séu unnin í Þingeyjarsýslum.

Þann 8. mars nk. rennur út frestur til þess að sækja um styrk í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Fyrir þann tíma viljum við hvetja áhugasama til að hafa samband, bæði háskólanema í vinnuleit sem og fyrirtæki/stofnanir með verkefnahugmyndir.

Frekar upplýsingar í sima 464-5100 og í netfanginu ajh@hac.is