Fara í efni

Sundátak á landsvísu frá 1. -28.nóv. í tilefni af íþróttaviku.

Fréttir

Átakið gengur út á það að hvetja landsmenn til fara í sund og synda. Verið er að smíða skráningarkerfi þar sem við munum hvetja landsmenn til að skrá inn alla synta metra og vonumst við til að samtals nái landsmenn að synda nokkuð marga hringi í kringum landið. Átakið verður formlega synt af stað í Laugardalslauginni mánudaginn 1. nóvember kl. 12. Borgarstjóra, ráðherrum, landlækni og fjölmiðlum boðið. Allir þátttakendur fara í pott og dregið verður á hverjum föstudegi í nóvember og stór úrdráttur 1. des. Vegleg verðlaun í boði – verða kynnt síðar.

Öll sveitarfélög á landinu eru hvött til þess að vekja athygli á átakinu - Heilsueflandi samfélög verða hvött til að hvertja sína íbúa til þátttöku í verkefninu - Fyrirtæki sem taka þátt í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna verða hvött til þess að hvetja sína starfsmenn til að vera með.

Facebook // Instagram // syndum.is ásamt isi.is verða helstu miðlar fyrir sýnileika verkefnisins.

Minnum svo á þennan gamla góða bækling sem stendur alltaf fyrir sínu.
https://www.lifshlaupid.is/library/Skrar/Baeklingar/sund_god_leid_til_heilsubotar.pdf