Sundkeppni sveitarfélaganna
21.09.2015
Fréttir
Í tilefni af hreyfiviku UMFÍ hafa fjölmörg sveitarfélög á landinu skorað hvert á annað í sundkeppni dagana 21. - 27. september. Þannig að nú er um að gera að drífa sig í laugina, Eyþór er byrjaður að skrá niður metrafjöldann. Skólasund telst þó ekki með. Þessa vikuna verður því opið fyrir almenning alla morgna milli kl.8:00 - 8:45 , og svo á vanalegum tíma á milli kl. 16.00 - 19:30. Það má þó stundum reyna samningaviðræður við Eyþór á öðrum tímum ef ekki er skólasund í gangi. /GBJ
Í tilefni af hreyfiviku UMFÍ hafa fjölmörg sveitarfélög á landinu skorað hvert á annað í sundkeppni dagana 21. - 27. september. Þannig að nú er um að gera að drífa sig í laugina, Eyþór er byrjaður að skrá niður metrafjöldann. Skólasund telst þó ekki með. Þessa vikuna verður því opið fyrir almenning alla morgna milli kl.8:00 - 8:45 , og svo á vanalegum tíma á milli kl. 16.00 - 19:30. Það má þó stundum reyna samningaviðræður við Eyþór á öðrum tímum ef ekki er skólasund í gangi.
Í vetur er opið alla mánudags og miðvikudagsmorgna milli 8:00 - 8:45 /GBJ