Sundlaugartaflsett vígt í dag í tilefni Skákdags Íslands
26.01.2016
Fréttir
Verið býður fólki upp á að tefla í heita pottinum en þar var sundlaugartaflsett tekið í notkun í dag.
Skákdagurinn, 26.janúar er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák en hann varð 81 árs í dag.
Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademían, Skákskólinn og taflfélögin í landinu, í samvinnu við félög, einstaklinga o.fl. Kjörorð dagins eru einkunnarorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.
Í tilefni dagsins tók Verið í notkun svokallað sundlaugartaflsett og nýttu nokkrir gestir sér það í dag að geta teflt í heita pottinum. /HS
Ránar og Eyþór ánægðir með settið