Fara í efni

Sveitaferð

Fundur
Í vetur tóku nemendur Grunnskólans á Þórshöfn þátt í teiknisamkeppni sem Mirjan á Ytra-Lóni stóð fyrir. Keppnin gekk út á að teikna upp lógó farfuglaheimilisins á Ytra-Lóni. Í síðustu viku kom Mirjan

Í vetur tóku nemendur Grunnskólans á Þórshöfn þátt í teiknisamkeppni sem Mirjan á Ytra-Lóni stóð fyrir.

Keppnin gekk út á að teikna upp lógó farfuglaheimilisins á Ytra-Lóni. Í síðustu viku kom Mirjan og tilkynnti úrslitin og var það hún Sigurbjörg Hulda Kristinsdóttir í 5. bekk sem vann.

 Hún fékk í verðlaun bol með nýja lógóinu á og ferð í sveitina með bekkinn sinn. 4. og 5. bekkur fóru því í morgun og skemmtu sér vel.

Farið var í fjárhúsin, labbað í fallegri náttúrunni, leikið í leiktækjum í garðinum við heimahúsið og að lokum bauð Mirjan upp á veitingar sem voru vel þegnar.

Myndir

HS