Svissneski ferðalangurinn Jósef Niderberger er kominn
26.05.2008
Fundur
26 maí 2008Svissneski ferðalangurinn Jósef Niderberger er kominn til Þórshafnar í tuttugusta og fimmta sinn, með sól í hjarta og glaða lund.Þetta er tuttugasta og fimmta sumar Jósefs á íslandi en
26 maí 2008
Svissneski ferðalangurinn Jósef Niderberger er kominn til Þórshafnar í tuttugusta og fimmta sinn, með sól í hjarta og glaða lund.
Þetta er tuttugasta og fimmta sumar Jósefs á íslandi en að þessu sinni kom hann flugleiðina í stað þess að sigla með Norrænu.
Þessi síungi farfugl varð sjötugur þann 17.maí og hélt upp á daginn á Ytra-Álandi í Þistilfirði, hjá Skúla Ragnarssyni, góðvini sínum og fjölskyldu hans.
Ég er núna gamall, en hjartað er ungt og ég kom með sól í farangri mínum handa Íslendingum, sagði Jósef kátur, þegar fréttaritari heimsótti hann á tjaldstæðið.