Sýning á nýja Bílnum og öðrum búnaði
1. febrúar 2008
Fyrirhugað að vera með sýningu á tækjum og búnaði slökkviliðs Langanesbyggðar sunnudaginn 10 feb. Nánar auglýst síðar.
Slökkvibíllinn kominn á slökkvistöðina. Í gærkvöldi voru slökkviliðsmenn að æfa sig á bílinn og byrja að gera búnaðinn sem fylgdi með klárann. Þar kennir ýmissa grasa t.d.
Yfirþrýstingsblásari til að nota við reyklosun
- Sérstök keðjusög ætluð fyrir slökkvilið til að rjúfa þök og létta veggi
- 1400 lítra dæla til vatnsöflunar í slökkvistarfi
- 300 metrar af 3 slöngulögn til vatnsöflunar
- 120 metrar af 42mm slöngu fyrir vinnulagnir
- 4 stk reykköfunartæki + aukakútar
- Rafstöð 5,3 kW 220/380 volt
- 6-7 metra hátt ljósamastur með 2x1000w kösturum
- 9 m. Brunastigi
- Sogbarkar ásamt sigti
- Fjarstýrð Akron Brass úðabyssa á þaki, sem skilar 1.800 l/mín.
- 6 stk sinuklöppur, til að slökkva sinu og gróður elda
- 5 stk stútar á brunaslöngur
- 2 stk brunaaxir
- Ýmis handverkfæri, skóflur, hamrar, skrúfjárn, tangir, ljós o.fl.
Slökkvibifreiðin er byggð og útbúin af slökkvibifreiðaframleiðandum Wawrzaszek í Bielsko-Biala í Póllandi. Undirvagn er af gerðinni FLF 3000/300 Renault Midlum. Bifreiðin er með 280 hestafla vél og Allison 5 gíra sjálfskiptingu. Bifreiðin er byggð sem húsabruna og flugvallaslökkvibifreið til að þjóna einnig á flugvellinum á Þórshöfn.
Nánari upplýsingar á
http://www.olafurgislason.is/?mod=sidur&mod2=view&id=268&sport=slokkvibifreidar