Fara í efni

SÝNING Í SAFNAHÚSINU Á HÚSAVÍK

1. OKTÓBER - 31. OKTÓBER 2008Á síðastliðinu hausti, 2007, afleyddi Sigurður Pétur Björnsson (Silli: f.1917 - d. 2007) bankastjóri Landsbanka Íslands á Húsavik, húseign sína oginnbú Safnahúsinu á Húsav


1. OKTÓBER - 31. OKTÓBER 2008

Á síðastliðinu hausti, 2007, afleyddi Sigurður Pétur Björnsson (Silli: f.
1917 - d. 2007) bankastjóri Landsbanka Íslands á Húsavik, húseign sína og
innbú Safnahúsinu á Húsavík. Þessi höfðinglega gjöf til allra Þingeyinga
var ekki í fyrsta skipti sem Sigurður Pétur lét gott af sér leiða fyrir
íbúa svæðisins, en á langri ævi hafði hann lagt sig fram um að
samferðamenn hans fengju að njóta krafta sinna og áhuga á samfélagslegum
málefnum. Eitt af þeim málum sem Sigurður Pétur lét til sín taka á var
stofnun sérstaks myndlistarsafns, en árið 1978 skrifaði hann fjölmörgum
aðilum bréf þess efnis að veittur yrði stuðningur við uppbyggingu á safni
listaverka svo veggir Safnahússins á Húsavík "stæðu ekki tómir í
sýningarsal."  Fjölmargir listamenn gáfu verk sín til safnsins og aðrir
veittu fé í sjóð til listaverkakaupa. Í dag eru um eitt þúsund verk í
safneigninni, mörg sem Sigurður Pétur gaf.

Við gjöf Sigurðar Péturs á síðastliðnu hausti bættist enn við
listaverkaeign safnsins, en hluti af innbúi hans hafði að geyma málverk og
önnur myndlistarverk. Þessi verk eru uppistaðan í þeirri sýningu sem
Safnahúsið stendur nú fyrir.

Verkin á sýningunni eru verk sem Sigurður Pétur safnaði sjálfur og hafði
uppi við í fimm stofum í íbúð sinni að Garðarsbraut 17 eða Læknishúsinu,
eins og húsið hefur gjarnan verið nefnt. Faðir hans og móðir, Björn
Jósefsson og Lovísa Sigurðardóttir, höfðu byggt húsið árið 1922 og í
gegnum árin rekið margvíslega starfsemi s.s. eins og lækningastofu,
sjúkraskýli og apótek. Læknishjónin bjuggu  á annarri hæð hússins og síðar
bjó Silli þar sjálfur þar til hann lést haustið 2007. Stofurnar prýddu
listaverk eftir ýmsa myndlistarmenn en stofurnar báru allar sérstök nöfn,
sem mynda umgjörð sýningarinnar; Sillastofa (norðausturendi),
Hofsstaðastofa (norðvesturendi), borðstofa (suðurendi), Systrastofa
(suðvesturendi) og svefnstofa (suðausturendi).


Sýningin er opin alla virka daga milli klukkan 9:00 - 17:00.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir