Talnaglöggir nemendur í Langanesbyggð
30.03.2015
Fréttir
Þeir eru talnaglöggir 4. bekkingarnir í Grunnskólanum á Bakkafirði og Grunnskólanum á Þórshöfn. Í haust náðu þeir þeim góða árangri að verða hæst á landsvísu á samræmdu prófi í stærðfræði. Við erum afskaplega stolt af þessum árangri og krökkunum okkar.
Samræmd próf eru tekin í upphafi vetrar í 4., 7. og 10. bekk og eru einkum notuð til þess að meta árangur á milli prófa hjá einstökum nemendum, samanburðar við aðra jafnaldra og sem vinnutæki kennara til að skoða og meta á hvað þurfi að leggja sérstaka áherslu hjá hverjum og einum. Þau eru hluti af matstækjum hvers skóla.
Þeir eru talnaglöggir 4. bekkingarnir í Grunnskólanum á Bakkafirði og Grunnskólanum á Þórshöfn. Í haust náðu þeir þeim góða árangri að verða hæst á landsvísu á samræmdu prófi í stærðfræði. Við erum afskaplega stolt af þessum árangri og krökkunum okkar.
Samræmd próf eru tekin í upphafi vetrar í 4., 7. og 10. bekk og eru einkum notuð til þess að meta árangur á milli prófa hjá einstökum nemendum, samanburðar við aðra jafnaldra og sem vinnutæki kennara til að skoða og meta á hvað þurfi að leggja sérstaka áherslu hjá hverjum og einum. Þau eru hluti af matstækjum hvers skóla.