Það kostar samfélagið háar fjárhæðir að flokka ekki rusl
Íslenska gámafélagið hefur enn og aftur komið á framfæri við okkur kvörtun vegna flokkunar sorps. Einstaka íbúar gera engan greinarmun á grænum og gráum tunnum og setja allt í grænu tunnurnar eða gráu eftir hentisemi. Það þýðir að fara verður með allt það sorp sem átti að fara í endurvinnslu á Akureyri á Blönduós þar sem því er fargað. Þetta kostar samfélagið okkar fúlgur fjár og þeir sem eru samviskusamir og flokka eru að greiða fyrir þá sem ekki virða reglurnar.
Það eru ítrekuð tilmæli okkar til íbúa að setja rusl í rétta gáma. Nú verður farið í þær aðgerðir að fjarlægja ekki sorp frá þeim sem ekki flokka í réttar tunnur. Þeir verða því sjálfir að sjá um að koma sínu sorpi á förgunarstað. Þessu verður fylgt fast eftir þar til þessi mál eru komin í lag.