Þar sem veiðiálagið er mest - er veiðin best - 40 ára reynsla...
15. apríl 2007
Kristinn Pétursson fyrrverandi fiskverkandi á Bakkafirði hefur sjaldan legið á skoðunum sínu varðarandi sjávarútvegmál sem og önnur mál og vitnar hann stundum í fréttir af þessum vef sér til stuðnings eins og sjá má hér að neðan.
.
31.3.2008 | 10:46
Frétt af skip.is
"Góð grásleppuveiði báta frá Bakkafirði
Frá þessu er skýrt á vefnum bakkafjordur.is. Átta til tíu bátar munu róa frá Bakkafirði þetta vorið og segir á vefnum að vertíðin hafi byrjað með flugeldasýningu þegar einn af ,,kapphlaupskörlunum hafi lagt á undan öðrum. Þetta hafi valdið talsverðri óánægja meðal hinna grásleppukarlanna en ekki sé vitað hvort einhver eftirmál verði vegna þessa atviks.
Toppfiskur sem nýlega keypti fyrrum eignir Gunnólfs á Bakkafirði af Byggðastofnun er búinn að setja upp aðstöðu til hrognaverkunar og verkar hrognin sem koma af flestum bátunum.
Á Þórshöfn eru fjórir bátar byrjaðir á grásleppu og tveir til viðbótar að undirbúa sig á veiðar. Þar hefur veiðin aftur á móti verið lítil."
Tilvitnun lýkur: ..... Við sunnanvert Langanes - er mesta veiðiálag á grásleppuveiðum sem þekkist hérlendis... og þar er yfirleitt grásleppuveiðin best á sóknareiningu hérlendis....
Þetta er vísindalega sönnuð reynsla = raunvísindi grásleppuveiða....
Til samanburðar - þegar fiskifræðingar láta sem verst með þorskinn..... árið eftir fer þetta yfirleitt að lagast.... dæmi: Svarta skýrsla 1975.... "ofveiðikenningin 1983... Hrollvekja John Pope 1992..... Ofmatsblekking Dr.Andrew Rosenberg 2002... eða ein og góður stjórnmálamaður sagði um andstæðingana ....."ævinlega þegar þeir láta sem verst - er það vísbending um að við séum á réttri leið".....
Svo er eftir hrollvekja Hafrannsóknarstofnunar síðasta dæmið - frá í fyrra - þá vildi stofnunin helst skera niður þorskveiðar í 70 þúsund tonn......... og rústa þar með allri markaðssetningu á þorskafurðum í enn einu hræðslukastinu....
Hvað kemur svo út úr togararallinu núna? Er kreppan af manna völdum (ofstjórn) að ljúka - og er þorskstofninn farinn að rétta við - eða verður dýfan dýpra niður með stofninn - vegna offriðunar?
Þorskstofninn réttir sig við sjálfur - þegar jafnvægi skapast í hafinu milli framboðs og eftirspurnar í fæðu handa þorskinum.
40 ára reynsla er fyrir því - að grásleppuveiði sunnan Langaness er best - þar sem veiðiálagið er mest.
Sambærileg reynsla var með þorskveiðar í öllu N-Atlandshafi - áður en núverandi ráðgjöfum var sleppt lausum. Lausaganga veiðiráðgjafa í þorski - hefur rýrt afrakstur af þorskstofninum úr um 400 þúsund tonnum árlega - hérlendis niður í 130 þúsund tonn á s.l. ári. Í öllu N-Atlandshafi - er veiðin orðun undir 20% af því sem áður var - með blindri "friðunarkenningu" ráðgjafa - án þess að hugað sé að fæðu - í stað eðlilegrar veiði.
Á sama tíma - hefur sannast - með þorskstofninn í Barentshafi - að 2-300% hærra veiðiálag þar -(umfram ráðgjöf ICES) s.l. 10 ár - er að skila stórum frjósömum stofni - og arðsömum veiðum þorsks í Barentshafinu - (eins og áður var).
Auknar veiðar virðast enn besta ráðið - til að viðhalda bestri og mestri frjósemi í fiskistofnum - og auknum afrakstri þeirra.... hvort svo sem ráðgjöfum líkar reynslan - betur eð verr...
Hvernig er með nýlegt togararall hérlendis? Er það eitthvert "trúnaðarmál" - og þá trúnaður við hvern?
Af hverju er ekki jafn opin umræða um þorskrannsóknir - (togararallið - kosti þess og galla) eins og loðnurannsóknir?
Grænar punktalínur á myndinni - (Mynd frá Hafró) sýnir hvernig góð nýliðun (ljósblá lína árgangar) mikil innkoma á smáþorski - skilaði aukinni veiði -1930-1970 . Eftir 1970 -(aukin friðun) virðist þorskur drepast í vaxandi mæli eftir að friðun vex í stað veiði. Það er það sem myndin sýnir.... eða hvað? Fiskurinn er til 3 ára - en "gufar upp" það var ekkert meira veitt...
Árlega er svo allur þessi fiskur sem mælist til 3ja ára (ljósblá lína) reiknaður - nokkrum árum seinna sem "ofveiddur" (þó hann hafi ekki verið veiddur) eða "ofmat" (var þá aldrei til!!)- með stærðfræðiblekkingum sem ekki fást ræddar.... í stað þess að viðurkenna - að dánarstuðull virðist hækka við friðun þorsks og frjósemi minnka ... og afrakstur minnkar þá einnig...
En víkjum að nýafstöðnu togararalli. Á enn einu sinni að láta það afskiptalaust - að laumast með gögnin úr togararallinu - til ICES í Kaupmannahöfn í skjóli nætur - (eru þeir kannski farnir með gögnin) .. í stað þess að ræða vafaatriði með t.d. 10 valinkunnum skipstjórnarmönnum hérlendis...?
Hver leyfði (lagalega) framsal um mat á stærð þorskstofnsins í hendur erlends apparatsstofnunar (ICES) - sem vinnur á svipuðum grundvelli með "alþjóðlegt samráð" - eins og Alþjóða Hvalveiðiráðið? Er reynslan af Alþjóða hvalveiðiráðinu svona góð, - að það sé vænlegt til fyrirmyndar?
Ég bara spyr